
Myglusveppur í húsnæðum
Hvað er myglusveppur?
Myglusveppir gefa frá sér gró og það eru gró útum allt utandyra. Td. í grasi, heyi, trjám og þú andar að þér gróum úti. En að búa með þeim innandyra er ekki gott fyrir heilsuna, hvorki fyrir fólk né dýrin okkar.
Hægt er að segja að vitundarvakning um skaðsemi myglusveppa á heilsu fólks hafi orðið síðustu ár og myglusveppir hafa verið mikið í umræðu í samfélaginu, þrátt fyrir að hægt sé að rekja það langt aftur í tímann. Myglusveppur er nefndur í Biblíunni sem húsasótt. Myglusveppir myndast í raka í t.d í veggjum, gluggum, þaki, gólfi o.fl og eru til allskonar tegundir af myglusveppum. Sumar tegundir eru ofnæmisvaldandi,aðrar verið ertandi og sumar geta valdið eitrun.
Þar sem raki og mygla er í húsnæðum þá getur lifnað líf smádýra sem nærast á myglunni. Má þar nefna : Mítlar, silfurskottur, parketlýs, skápalýs og stökkmor. Þessi kvikindi skíta svo hér og þar og skilja eftir skítaspörð sem geta innihaldið hin ýmsu eiturefni sem myglan gefur frá sér.
Þó eru ekki allar myglutegundir sem gefa frá sér eiturefni.

Aspergillus

Fusarium
Þeir myglusveppir sem finnast oftast í húsnæðum hérlendis eru eftirfarandi:
-
Aspergillus ( eitrun,sýkingar og ofnæmi )
-
Penicilium (eitrun og ofnæmi)
-
Scopulariopsis ( sýkingar í húð og nöglum,eitrun,ofnæmi)
-
Statchybotris (talinn hættulegasti sveppurinn)
-
Cladosporium (ofnæmi og sýkingar)
-
Acremonium (húð,neglur og ofnæmi)
-
Chaetomium (eitrun, sýking í húð og neglur)
-
Gersveppir (lítið vitað um þennan)
-
Fusarium ( trichothecenes eitrun,sýkingar)
Það eru 3 aðal tegundir sveppaeiturs :
Aflatoxin B: B1 og B2 (B1 er algengast og eitraðasta)
Aflatoxin G: G1 og G2
Aflatoxin C: M1 og M2
Aflatoxin er eitt þekktasta og mest rannsakaða sveppaeitur sem vitað er um í dag. Það eru nokkrar tegundir aflatoxina (B1, B2,G1, G2 og M1 og M2) sem hinir ýmsu myglusveppir geta gefið frá sér. Þessi eiturefni geta verið krabbamameinsvaldandi í miklu magni og hafa rannsóknir á tilraunadýrum sýnt fram á það.
Trichothecenes er talið eitt verst eitraða efnið í sveppa eiturtegundum.
T-2 Trichothecence er td. eiturefnið sem notað er í efnavopn.
Þessi listi er alls ekki tæmandi þar sem að listinn er endalaus en þetta eru nokkrar tegundir sem finnast í húsnæðum.