top of page
Hvernig veit maður að það sé myglusveppur í húsnæðinu sínu?
Oft er erfitt að greina það hvort það sé myglusveppur heima hjá manni eða ekki þar sem að myglusveppur er ekki alltaf sýnilegur. Ef að leki hefur verið vandamál í húsnæði fólks er mikilvægt að láta ástandsskoða húsnæðið vegna þess að eftir að raki hefur verið í húsnæðinu í meira en 48 klst er mjög líklegt að einhver mygla hafi myndast og því lengur sem hún er látin vera því meiri verður hún.
Flestir sem hafa búið í húsi með myglusvepp hafa öðlast mikið ofnæmi fyrir myglusveppnum og byrja að finna fyrir miklum veikindum og einkennum t.d hausverk og öndunarerfiðleikar. Gott er að reyna að fylgjast með ástandi húsnæðisins reglulega og tala við sérfræðinga í þessum málum ef að grunur er á myglu heima hjá fólki.
![]() | ![]() |
---|---|
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
bottom of page