Áhrif myglusvepps á heilsu.
Þar sem að mygla er eitur hefur hún mjög vond áhrif á heilsu fólks og getur maður öðlast ofnæmis vegna myglu ef maður býr í mygluðu húsnæði.
Hér að neðan eru einkenni sem fólk getur fengið að völdum myglunnar og eru þau eftirfarandi:
Börn:
-
Nefrennsli, hitasveiflur, eyrnaverkur, þrýstingur í eyrum (eins og hellur),
-
Hósti, asthmi, lungnabólga, bronkítis
-
Höfuðverkur eða einkenni frá ennisholum.
-
Útbrot (líkt exem), þurr húð, roða í kinnar, rauða flekki í framan, þurra bletti eða sprungna húð, kláði.
-
Sveppasýking á bleyjusvæði eða annars staðar
-
Tíðar sýkingar, RS og bakteríur
-
Verk í fætur eða liðamót—oft framan á sköflungi eða í hnjám
-
Magakrampi, meltingartruflanir, niðurgangur eða harðlífi.
-
Óróleiki, athyglisbrestur og einkenni ofvirkni, einbeitingarskortur, skapbrestir.
-
Í slæmum tilfellum hægist á þroska og einkenni frá taugakerfi koma fram.
-
Fæðuóþol t.d mjólkurvörur ofl.
Fullorðnir:·
-
Þreyta, eða sífelldur höfuðverkur, stundum eins og mígreni.
-
Ennisholubólgur, óþægindi og síendurteknar sýkingar.
-
Hósti, þurrkur eða sviði í hálsi, eða sviði í lungum, hrotur, hæsi.
-
Tíð þvaglát, tíður niðurgangur eða aðrar meltingartruflanir.
-
Sjóntruflanir, minnistruflanir, snertiskyn, doði og dofi í útlimum,ljósnæmni, rafmagnsviðkvæmni.
-
Jafnvægistruflanir,
-
Kvíði, þunglyndi, svefnvandamál.
-
Áreiti í slímhúð—öndunarfæri og melting. Niðurgangur eða harðar hægðir án skýringa.
-
Þroti, bjúgur
-
Húðvandamál, rauðir flekkir, þurrkur eða útbrot.
-
Liðverkir, stingir, eða aðrir óútskýrðir verkir.
-
Fæðuóþol, óþol gegn t.d. hnetum, brauði, msg, mjólkurvörum eða öðru (eykst).
-
Þyngdaraukning eða þyngdartap án skýringa
-
Tannverkur, bólgur í tannholdi, munnangur
-
Hálsbólga á morgnanna, þyngsli yfir höfði
-
Hárlos
-
Önnur einkenni eins og hjá börnum
( Tekið af husogheilsa.is )
Þessi einkenni eru mjög einstaklingsbundinn og koma þau ekki fram hjá öllum.
Hér eru myndir af t.d útbrotum, bjúg og þyngdaraukingum ( slit )
![]() | ![]() |
---|---|
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |